Nýjustu fréttir

Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ

Nýverið samþykkti stjórn EBÍ úthlutun úr Styrktarsjóði félagsins. Samþykktar voru 13 styrkveitingar samtals að upphæð 5 milljónir króna. Eru þetta verkefni af ýmsum toga vítt og breitt um landið. Listi yfir úthlutaða styrki 2018 má finna hér.

Ársreikningur EBÍ

Á fundi sínum þann 9. febrúar s.l. samþykkti stjórn EBÍ ársreikning vegna ársins 2017.

Fjárfestingastefna EBÍ

Fjárfestingastefna Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands fyrir árið 2018 var samþykkt í stjórn EBÍ þann 9. febrúar s.l.

Skagafjörður eflir eldvarnir á heimilum og vinnustöðum

Sveitarfélagið Skagafjörður gerði í gær samning við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum starfsmanna og í stofnunum sveitarfélagsins. Samstarfið felur í sér að sveitarfélagið innleiðir eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út.

Sjá nánar nýjustu fréttir