Sameignarsjóður EBÍ

Sameigendur óvirkrar eignar EBÍ, sbr. 5. gr. laga nr. 68/1994, eru þeir sem höfðu brunatryggingu (skyldutryggingu fasteigna) hjá Brunabótafélagi Íslands 1994, þeir sem vátryggðu hjá BÍ 31.12.1988 og færðir voru með leyfi tryggingamálaráðherra til Vátryggingafélags Íslands hf. 1. janúar 1989, og Sameignarsjóður EBÍ. Árið 2002 er skipting hlutdeildar 50% einstaklingar, 29% lögaðilar og 21% Sameignarsjóður.

Meðan félagið starfar er Sameignarsjóðnum ætlað að taka við óvirkri eign tryggingartaka. Við fráfall sameigenda eða þegar sameigandi er ekki lengur skráður lögaðili falla eignarréttindin til Sameignarsjóðsins. Sjóðurinn mun því vaxa jafnt og þétt meðan tímar renna, um leið og hin óvirku sameignarréttindi hinna hópanna tveggja minnka. Sameignarsjóðurinn verður eign sveitarfélaganna.