Teiknimynd um Loga og Glóð

Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands ákvað í tilefni af 100 ára afmæli Brunabótafélags Íslands árið 2017 að gera teiknimynd um Loga og Glóð í samvinnu við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Slökkvilið um land allt heimsækja leikskóla landsins og sýna teiknimyndina við það tækifæri, en öll 6 ára börn fá fræðslu um eldvarnir í þessari heimsókn. Við höfðum fengið ábendingar frá slökkviliðsstjórum um að teiknimynd myndi væntanlega fanga athygli krakkanna betur og studdi það ákvörðun um að ráðast í verkefnið.

Í myndinni eru dregin fram aðalatriðin í eldvörnum heimilanna, það er nauðsyn þess að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi á heimilunum, og það að krakkarnir þekki neyðarnúmerið 112.

Við erum afar stolt af samstarfinu við slökkvilið landsins og vegna þessa góða samstarfs sitja öll börn á landinu við sama borð hvað varðar fræðslu um eldvarnir.


Hér má sjá myndina á www.youtube.com