Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2011

Á s.l. ári ákvað stjórnin að fé Styrktarsjóðsins myndi renna til Rangárþings Eystra vegna þeirra verkefna sem sveitarfélagið þarf að klást við í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli.

Stjórn EBÍ hefur samþykkt að sami háttur verði hafður á þetta árið og ekki verður óskað eftir umsóknum í sjóðinn heldur mun úthlutunarfé sjóðsins renna til Skaftárhrepps vegna þeirra hamfara sem þar hafa orðið í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum. Mun féð renna til uppbygginar á tækjabúnaði slökkviliðsins á Kirkjubæjarklaustri en í ljós hefur komið að búnaður þess dugir engan veginn til að takast á við þær aðstæður sem hafa skapast á svæðinu, m.a. til hreinsunarstarfa vegna langvarandi öskufoks.