Ágóðahlutur EBÍ

Samþykkt á aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ 6. október 2023

Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands haldinn 6. október 2023 samþykkir að halda óbreyttu markmiði EBÍ að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Aðalfundurinn felur stjórn félagsins að ákveða á hverju ári upphæð ágóðahlutagreiðslnanna. Til grundvallar ákvörðun stjórnarinnar skal ætíð taka mið af meginmarkmiðum fjárfestingastefnu EBÍ.


Samþykkt á aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ 20. september 2019

Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands haldinn 20. september 2019 samþykkir að halda óbreyttu markmiði EBÍ að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.


Aðalfundurinn felur stjórn félagsins að ákveða á hverju ári upphæð ágóðahlutagreiðslnanna. Til grundvallar ákvörðun stjórnarinnar skal ætíð taka mið af meginmarkmiðum fjárfestingastefnu EBÍ.


Samþykkt á aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ 23. september 2015

Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands haldinn 23. september 2015 samþykkir að halda óbreyttu markmiði EBÍ að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.


Aðalfundurinn felur stjórn félagsins að ákveða á hverju ári upphæð ágóðahlutagreiðslnanna. Til grundvallar ákvörðun stjórnarinnar skal ætíð taka mið af meginmarkmiðum fjárfestingastefnu EBÍ.


Samþykkt á aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ 12. október 2011

Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands haldinn 12. október 2011 samþykkir að halda óbreyttu markmiði EBÍ að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.


Aðalfundurinn felur stjórn félagsins að ákveða á hverju ári upphæð ágóðahlutagreiðslnanna. Til grundvallar ákvörðun stjórnarinnar skal ætíð taka mið af meginmarkmiðum fjárfestingastefnu EBÍ.

Fundurinn samþykkir að ekki verði greiddur út ágóðahlutur til aðildarsveitarfélaganna vegna ársins 2011.


Samþykkt á aukafundi fulltrúaráðs EBÍ 20.mars 2009

Aukafundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands haldinn 20. mars 2009 samþykkir að það er áfram markmið EBÍ að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.


Fundurinn samþykkir að ágóðahlutagreiðslan til aðildarsveitarfélaganna fyrir árið 2009 skuli vera kr. 300 milljónir.

Stefnt skal að því að ágóðahlutur vegna ársins 2010 verði 250 milljónir, en sé ávöxtun á eignir félagsins þannig að útgreiðslan skerði höfuðstól of mikið að mati stjórnar þá er henni heimilt að lækka útgreiðsluna. Jafnframt er því beint til stjórnar að hún skoði lánveitingar til aðildarsveitarfélaganna sem yrðu veittar í réttu hlutfalli við hlutdeild þeirra í Sameignarsjóðnum.


Samþykkt á aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ 5. október 2007

Ágóðahlutagreiðslur Brunabótafélags Íslands hófust 1934 með samningi félagsins við sveitarfélög um fjármögnun slökkvitækja sem greitt var sérstaklega af með sérafslætti af iðgjöldum brunatrygginga á fasteignum.

Á grundvelli laga um brunatryggingar fasteigna og lögum um BÍ á árunum 1954 og 1955 var gefin út sérstök reglugerð um greiðslu ágóðahluta hjá Brunabótafélagi Íslands og aftur með breytingum árið 1985.

Með lögunum nr. 68/1994 var Brunabótafélagi Íslands breytt í eignarhaldsfélag og skv. 1. gr. laganna yfirtók Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands allar skyldur BÍ.

Á fulltrúaráðsfundi EBÍ árið 1998 var samþykkt sú stefnumörkun að það væri áfram markmið Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands að veita ágóðahlut til þátttöku í brunavörnum og öðrum forvörnum aðildarsveitarfélaga EBÍ. Frá þeim tíma hafa aðildarsveitarfélögin fengið samtals greiddar 2.480 milljónir króna í ágóðahlut.


Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands haldinn í Reykjavík 5.október 2007, samþykkir að af hagnaði í starfsemi félagsins skuli árlega greiða framlag til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar. Framlag þetta er liður í að stuðla að bættum bruna- og forvörnum í sveitarfélögunum í samræmi við lög og samþykktir EBÍ þar að lútandi.

Stjórn Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands ákveður á hverju ári endanlega upphæð ágóðahlutagreiðslanna, en stefnt skal að því að árlegt framlag sé ekki undir 300 milljónum króna.

Hlutfall greiðslu ágóðahluta skal miða við hlutfall aðildarsveitarfélags að Sameignarsjóði.