Fréttir 2023

19/06 2023

Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ lokið

Nýlega úthlutaði stjórn EBÍ styrkjum til 13 verkefna í jafn mörgum sveitarfélögum, samtals kr. 8 milljónir.

Styrktarsjóður EBÍ hefur verið starfræktur frá árinu 1996. Samtals hefur verið úthlutað styrkjum að upphæð 197 milljónir að núvirði til 300 verkefna víðsvegar um landið. Umsóknarfrestur er til 30. apríl ár hvert og hvetjum við aðildarsveitarfélög EBÍ að sækja um í sjóðinn.

Lista yfir úthlutanir sjóðsins frá upphafi er að finna á heimasíðunni undir flipanum Styrktarsjóður.


19/06 2023

Aðalfundur fulltrúaráð EBÍ

Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ, sem skipað er fulltrúum aðildarsveitarfélaga EBÍ, verður haldinn 6. október n.k.

Á aðalfundinum er ný stjórn kjörin og farið yfir starfsemi félagsins. En einnig hefur verið venjan að ýmis fróðleg erindi um forvarnarmál hafa verið flutt.

Kjörnum fulltrúum mun verða sent fundarboð með nánari upplýsingum.


30/03 2023

Styrktarsjóður EBÍ

Styrktarsjóður EBÍ úthlutar á hverju ári 8 milljónum króna til ýmissa framfaraverkefna sveitarfélaga. Aðildarsveitarfélög EBÍ geta sótt um styrk.


Reglur Styrktarsjóðsins eru aðgengilegar hér á síðunni ásamt umsóknareyðublaði.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl og skal skila umsóknum rafrænt á netfangið brunabot@brunabot.is.
Umsóknareyðublaðið má nálgast hér.

.

23/02 2023

Ársreikningur EBÍ

Á fundi sínum þann 10. febrúar s.l. samþykkti stjórn EBÍ ársreikning vegna ársins 2022. Heildartekjur félagsins voru neikvæðar um 242 milljónir og rekstrargjöld 140 milljónir. Áfallinn fjármagnstekjuskattur á árinu var 49,3 milljónir og tap félagsins því 333 milljónir. Heildareignir félagsins eru rúmir 2,9 milljarðar og eigið fé um 1,9 milljarðar. Rekja má gríðarlegt tap félagsins til neikvæðrar ávöxtunar á fjármagnsmarkaði, en árið 2023 er versta ár í sögu EBÍ og kemst í sögubækurnar vegna mikilla lækkana á mörkuðum.
Ársreikninginn í heild sinni má sjá hér.


Nafnvöxtun eigna félagsins var neikvkæð um -7,46% . Allir eignaflokkar skiluðu neikvæðri ávöxtun en innlend hlutabréf stóðu sig einna verst með -17,12% ávöxtun. Stærsti hluti eignasafns félagsins, eða um 55%, eru skuldabréf og innistæður með ábyrgð ríkissjóðs en síðan eru það erlend hlutabréf sem eru um 9,7% af eignasafninu og innlend hlutabréf eru um 8,2% safnsins.


23/02 2023

Fjárfestingastefna EBÍ

Fjárfestingastefna Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands fyrir árið 2023 var samþykkt í stjórn EBÍ þann 10. febrúar s.l.


Litlar breytingar voru gerðar á stefnunni bæði er varðar hlutföll í eignaflokkum. Hlutfall skuldabréfa bæjar- og sveitarfélaga hækkar um 2% en hlutfall ríkistryggðra skuldabréfa lækkar á móti.


Áfram er það meginmarkmið stefnunnar að EBÍ standi undir skilgreindum markmiðum um árlega útgreiðslu ágóðahlutar til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Stjórn félagsins er falið að ákveða endanlega upphæð ágóðahlutarins en við ákvörðun hans skal hafa í huga að lágmarkaðar séu líkur á því að skerða þurfi höfuðstól á milli ára.


Eignastýringu félagsins er úthýst til þriggja fjárvörsluaðila sem allir vinna eftir fyrirfram skilgreindum fjárfestingastefnum.

Fjárfestingastefnu félagsins í heild sinni má nálgast hér.